Brimbretti og sundlauganúðlur í árdaga alheimsins

Sævar Helgi Bragason 18. jan. 2024 Fréttir

Webb skoðar útlit og lögun vetrarbrauta snemma í sögu alheimsins

  • Webb-logun-vetrarbrauta-ardagar-alheims

Stjörnufræðingar sem notuðu Webb geimsjónaukann til að kanna útlit og lögun vetrarbrauta í árdaga alheims hafa komist að því, að þær ekki þeim þyril- og sporvöluþokum sem við sjáum nær okkur í dag, heldur einna helst sundlauganúðlum, brimbrettum, frisbídiskum og boltum. 

Hamfarir - Vísindalæsi

Eitt af rannsóknarverkefnum Webb geimsjónaukans kallast Cosmic Evolution Early Release Science. Gengur það út að rannsaka lögun, útlit og þróun vetrarbrauta í órafjarlægð þegar alheimurinn var 600 milljón til 6 milljarða ára gamall.

Hubble geimsjónaukinn hefur áður skyggnst álíka út í geiminn og komið auga á ílangar og teygðar vetrarbrautir í árdaga alheims sem vöktu forvitni stjarnvísindamanna.

Nær-innrauðar ljósmyndir Webb geimsjónaukans sýna þessar sömu vetrarbrautir og enn fleiri í mun meiri smáatriðum.

Ljósmyndir Webbs sýna að í árdaga alheimsins virðast vetrarbrautir hafa í 50-80% tilvika verið flatar og ílangar, eins og brimbretti eða sundlauganúðlur. Þá minna aðrar um margt á frisbídiskar og bolta. Þetta kemur á óvart því nær okkur í tíma og rúmi eru vetrarbrautir af þessu tagi mjög sjaldséðar.

Webb-logun-vetrarbrauta-ardagar-alheims-b

Lögun fjarlægra vetrarbrauta snemma í sögu alheims samkvæmt gögnum frá Webb. Mynd: NASA, ESA, CSA, Joseph Olmsted (STScI)

Ekki liggur fyrir hvernig þessar órafjarlægu vetrarbrautir – sem er mun efnisminni en nálægar sporvölur og þyrilþokur – þróuðust og breyttust með tíð og tíma. Frekari rannsóknir á þróunarsögu alheimsins varpa vonandi frekara ljósi á það á komandi árum. 

Við búum í þyrilvetrarbraut í dag en hvernig hefði hún litið út ef spólað væri milljarða ára aftur í tímann? Gögn frá Webb benda til þess að líklega hefði hún litið út eins og brimbretti.

Frétt frá NASA