Vísindabók Villa - Geimurinn og geimferðir

Sævar Helgi Bragason 16. des. 2015 Fréttir

Vísindabók Villa - Geimurinn og geimferðir er ný bók fyrir alla sem áhuga hafa á vísindum. Þótt bókin henti fullkomlega fyrir krakka á aldrinum 6-13 ára, ættu allir sem eldri eru að finna ótalmargt við sitt hæfi í bókinni.

  • Vísindabók Villa - Geimurinn og geimferðir eftir Vilhelm Anton Jónsson og Sævar Helga Bragason

Bókin fæst í öllum bókaverslunum.

Í bókinni eru sagðar sögur af geimförum og fyrstu tungllendingunni. Hvernig fer maður eiginlega á klósettið í geimnum og hvað borðar maður þar? Hvað gerist ef maður grætur í geimnum? Er líf utan Jarðar og hvernig varð þetta allt saman til?

Í bókinni eru líka fjölmargar einfaldar og stórskemmtilegar tilraunir sem henta fyrir alla fjölskylduna.

Vísindabók Villa

 

Vísindabók Villa — Geimurinn og geimferðir
Vísindabók Villa — Geimurinn og geimferðir