VST skoðar Kattarloppu- og Humarþokuna

Sævar Helgi Bragason 01. feb. 2017 Fréttir

Ein stærsta mynd sem ESO hefur birt af fæðingastað stjarna

  • NGC 6334 og NGC 6357 í Sporðdrekanum

ESO birti í dag nýja mynd frá VST kortlagningarsjónaukanum í Paranal stjörnustöðinni í Chile af NGC 6334 og NGC 6357 sem kallaðar eru Kattarloppuþokan annars vegar og Humarþokan hins vegar.

Báðar þokurnar eru ljómþokur, þ.e.a.s. svæði úr vetnisgasi og geimryki þar sem stjörnur eru að fæðast. Báðar eru í stjörnumerkinu Sporðdrekanum í annars vegar 5000 og hins vegar 8000 ljósára fjarlægð frá Jörðinni.

Nánar á vef ESO .