Webb fagnar sínu fyrsta rannsóknarári

Sævar Helgi Bragason 12. júl. 2023 Fréttir

Stjörnumyndunarsvæðið Ró í Naðurvalda á eins árs afmælismynd Webb geimsjónaukans

  • Stjörnumyndunarsvæðið Ró í Naðurvalda á mynd Webb geimsjónaukans

Eitt ár er liðið frá því að James Webb geimsjónaukinn hóf að rannsaka alheiminn. Óhætt er að segja að á þessu eina ári hafi sjónaukinn bylt sýn okkar á alheiminn. Í tilefni eins árs rannsóknarafmælisins hafa stjörnufræðingar birt nýja mynd af stjörnumyndunarsvæðinu Ró í Naðurvalda.

Ups_FB_cover

Ró í Naðurvalda er nálægasta stjörnumyndunarsvæðið við sólkerfið okkar, aðeins 390 ljósár í burtu. Í þessu gas- og rykskýi eru um það bil 50 ungar stjörnur að fæðast og eru æstum allar álíka efnismiklar og sólin okkar eða minni.

Á mynd Webb sjást áhrif nýju stjarnanna á fæðingarstað sinn vel. Rykskýin eru misþykk og þau dekkstu þéttust en þar eru stjörnur enn að myndast.

Stórir rauðir strókar úr sameindavetni sjást sömuleiðis vel. Þeir verða til þegar ljós og vindur frá nýfæddri stjörnu brýtur sér leið út úr rykhreiðrinu og skýtur tveimur gagnstæðum strókum út í geiminn.

Á neðri helmingi myndarinnar er björt stjarna, kölluð S1, sem er þegar búin að feykja burtu efni. Hún er sú eina á myndinni sem er nokkuð efnismeir en sólin okkar.

Í kringum sumar stjörnur sjást skuggamyndanir frumsólkerfisskífa. Það eru efnisskífur þar sem sólkerfi eru að verða til í kringnum stjörnurnar.

Stjörnumyndunarsvæðið Ró í Naðurvalda á mynd Webb geimsjónaukans

Fréttir af Webb á Stjörnufræðivefnum

Frétt frá ESA

Mynd: NASA, ESA, CSA