Dagbók stjörnufræðikennara – Kennsluvika 12 – haust 2013

Dagbók stjörnufræðikennara – Kennsluvika 12 – haust 2013

Um dagbókina

Hér er sagt frá einni kennsluviku í stjörnufræði við Menntaskólann í Reykjavík veturinn 2013-2014.


Merkúríus

Ég fjallaði um innstu reikistjörnuna og lagði sérstaka áherslu á hægan snúning og hreyfingu hennar umhverfis sólina. Samspil þessara þátta veldur því að einn sólarhringur á yfirborðinu er eins og tvö Merkúrár. Einnig getur það gerst að sólin snúi við á himinum.


Venus

Í umfjöllun minni um Venus lagði ég upp með að bera saman hvað væri líkt og ólíkt með henni og jörðinni. Eðlilega lagði ég mesta áherslu á lofthjúpinn og sögu hans.