Stjörnufræðivefurinn
Fyrirsagnalisti

Úrslitakosning hafin fyrir nafn á sólkerfinu HD 109246
Íslendingum gefst nú kostur á að gefa reikistjörnu í öðru sólkerfi íslenskt nafn. Netkosning verður opin til kl 23:59 14. nóvember.

Gefðu fjarlægu sólkerfi íslenskt nafn
Íslendingum gefst nú kostur á að gefa reikistjörnu í öðru sólkerfi íslenskt nafn. Reikistjarnan er gasrisi í um 222 ljósára fjarlægð frá Jörðinni.

Almyrkvi á tungli aðfaranótt 21. janúar
Aðfaranótt mánudagsins 21. janúar 2019 verður almyrkvi á tungli. Ef vel viðrar sést myrkvinn í heild sinni frá Íslandi.

Vetrarsólstöður föstudagskvöldið 21. desember 2018
Vetrarsólstöður verða klukkan 22:23 föstudagskvöldið 21. desember 2018. Halli norðurhvels Jarðar frá sólu er þá mestur svo sól er lægst á lofti frá okkur séð og birtustundir fæstar. Eftir föstudaginn tekur sól að rísa á ný.
Hvað er á himninum?

Stjörnuhiminninn í september 2018
Upplýsingar um stjörnuhiminninn yfir íslandi, tunglstöðu og það helst sem sést á himninum í september 2018
Lesa meiraMynd vikunnar

Suðurpóll Júpíters
29. maí
Hér sést suðurpóll Júpíters á mynd frá Juno geimfarinu sem tekin var úr 52.000 km hæð. Myndin er sett saman úr mörgum ljósmyndum enda aldrei hægt að sjá allt hvelið í einu. Litirnir hafa sömuleiðis verið ýktir til að draga fram smáatriði sem annars sæjust illa. Sjá má risavaxna storma á hrollköldum pólnum, sumir eru á stærð við Jörðina.
Mynd: NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS/Betsy Asher Hall/Gervasio Robles
Skoða mynd