Stjörnufræðivefurinn

Fyrirsagnalisti

NGC 4302 og NGC 4298 í Bereníkuhaddi

20. apr. 2017 Fréttir : Hubble skoðar vetrarbrautatvíeyki í tilefni 27 ára afmælisins

Ár hvert halda stjörnufræðingar upp á afmæli Hubble geimsjónauka NASA og ESA í geimnum. Í ár var sjónaukanum beint að tveimur þyrilvetrarbrautum

24. mar. 2017 Fréttir : Skriða afhjúpar innviði halastjörnu

Rosetta-geimfarið náði myndum af klettavegg sem virðist hafa hrunið á 67P/Churyumov-Gerasimenko. Vísindamenn tengja skriður af þessu tagi við það þegar ryk og gas gýs upp frá yfirborði halastjörnunnar.

Babak Tafreshi

19. mar. 2017 Fréttir : Námskeið í stjörnuljósmyndun með Babak Tafreshi

National Geographic ljósmyndarinn Babak Tafreshi, sem hefur hlotið hin virtu Lennart Nilson verðlaun, stendur fyrir námskeiði í stjörnuljósmyndun 25. og 26. mars næstkomandi í samvinnu við Stjörnufræðivefinn

árstíðir, sólstöður, jafndægur

18. mar. 2017 Blogg : Sex staðreyndir um vorjafndægur

Mánudaginn 20. mars kl. 10:29 verða vorjafndægur á norðurhveli Jarðar en haustjafndægur á suðurhvelinu.

Fara í fréttasafn


Tunglið Sólin

Leggðu þitt af mörkum

Hjálpaðu til við að þróa og efla Stjörnufræðivefinn.

Ég vil vera með

Hvað er á himninum?

Full tungl. Mynd: Sævar Helgi Bragson/Stjörnufræðivefurinn

Stjörnuhiminninn í apríl 2017

Upplýsingar um stjörnuhiminninn yfir Íslandi, tunglstöðu og það helsta sem sést á himninum í apríl 2017, auk prentvæns stjörnukorts.

Lesa meira

Mynd vikunnar

Stóri kuldabletturinn á Júpíter

Stóri kuldabletturinn á Júpíter

17. apríl

Stóri rauði bletturinn er sennilega þekktasta kennileiti gasrisans Júpíters. Nú hafa stjörnufræðingar fundið annan stóran blett, kuldablett, á norðurpól Júpíters. Bletturinn er um 200°C kaldari en nærliggjandi svæði og er álíka stór og Stóri rauði bletturinn. Talið er að bletturinn verði til af völdum norðurljósa á Júpíter sem knýja orku niður í lofthjúpinn. Fyrir vikið kólna efri lög lofthjúpsins. Stóri kuldabletturinn á Júpíter er því fyrsta veðurkerfið sem verður til af völdum norðurljósa.

Mynd: ESO/T. Stallard

Skoða mynd

Sjá eldri myndir