Stjörnufræðivefurinn
Fyrirsagnalisti

Stjörnufræðingar sjá fjarlæga vetrarbrautaþyrpingu í fæðingu í árdaga alheimsins
Heitt gas í Köngulóarvefs-þyrpingunni sýnir í fyrsta sinn lykilskref í myndun stærstu efniseininga alheimsins

Webb mælir hitastigið á bergreikistjörnu í TRAPPIST-1 sólkerfinu
Einstakar mælingar sýna að TRAPPIST-1 b hafi ekki lofthjúp og að á yfirborðinu sé 230 stiga hiti

Webb sjónaukinn sér ólgandi silikatský á fjarlægri reikistjörnu
Byltingarkenndar mælingar Webb geimsjónaukans á andrúmslofti VHS 1256 b

Afleiðingar áreksturs DART gervitunglsins koma í ljós
Fyrstu niðurstöður mælinga sýna að áreksturinn hafði umtalsverð áhrif á smástirnið Dímorfos
Hvað er á himninum?
Mynd vikunnar

Suðurpóll Júpíters
29. maí
Hér sést suðurpóll Júpíters á mynd frá Juno geimfarinu sem tekin var úr 52.000 km hæð. Myndin er sett saman úr mörgum ljósmyndum enda aldrei hægt að sjá allt hvelið í einu. Litirnir hafa sömuleiðis verið ýktir til að draga fram smáatriði sem annars sæjust illa. Sjá má risavaxna storma á hrollköldum pólnum, sumir eru á stærð við Jörðina.
Mynd: NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS/Betsy Asher Hall/Gervasio Robles
Skoða mynd