Stjörnufræðivefurinn
Fyrirsagnalisti

Sólkerfið - léttlestrarbók úr nýjum bókaflokki
Sólkerfið er léttlestrarbók fyrir krakka úr nýjum bókaflokki um náttúruna, vísindi og tækni. Bókin hentar öllum þeim sem eru að læra að lesa og auðvitað þeim foreldrum sem vilja lesa eitthvað fróðlegt og skemmtilegt með börnunum sínum.

Hubble skoðar gasrisa sólkerfisins
Hubble geimsjónaukinn tók nýverið glæsilegar myndir af gasrisunum í sólkerfinu okkar til að fylgjast með breytingum í andrúmslofti þeirra

Deildarmyrkvi á sólu að morgni 10. júní
Fimmtudagsmorguninn 10. júní 2021 sést deildarmyrkvi á sólu frá öllu Íslandi, þar sem veður leyfir. Nota þarf viðeigandi hlífðarbúnað eins og sólmyrkvagleraugu eða logsuðugler til að sjá myrkvann.
Hvað er á himninum?
Mynd vikunnar

Suðurpóll Júpíters
29. maí
Hér sést suðurpóll Júpíters á mynd frá Juno geimfarinu sem tekin var úr 52.000 km hæð. Myndin er sett saman úr mörgum ljósmyndum enda aldrei hægt að sjá allt hvelið í einu. Litirnir hafa sömuleiðis verið ýktir til að draga fram smáatriði sem annars sæjust illa. Sjá má risavaxna storma á hrollköldum pólnum, sumir eru á stærð við Jörðina.
Mynd: NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS/Betsy Asher Hall/Gervasio Robles
Skoða mynd