Stjörnufræðivefurinn
Fyrirsagnalisti

Enkeladus dreifir vatni um Satúrnusarkerfið
Webb kortleggur stóran vatnsstrók frá Enkeladusi, ístungli Satúrnusar

Hubble og Gaia finna hugsanlegt millistærðarsvarthol í nálægri kúluþyrpingu
Millistærðarsvarthol gæti leynst í miðju kúluþyrpingarinnar Messier 4

Stjörnufræðingar finna heimskautalægð á Úranusi
Vorkoma á norðurpóli Úranusar afhjúpar heimskautalægð

Hringar Satúrnusar eru ungir og skammlífir
Þrjár rannsóknir benda til að hringar Satúrnusar séu 100 til 400 milljón ára gamlir og hverfi innan nokkur hundruð milljón ára.
Hvað er á himninum?
Mynd vikunnar

Suðurpóll Júpíters
29. maí
Hér sést suðurpóll Júpíters á mynd frá Juno geimfarinu sem tekin var úr 52.000 km hæð. Myndin er sett saman úr mörgum ljósmyndum enda aldrei hægt að sjá allt hvelið í einu. Litirnir hafa sömuleiðis verið ýktir til að draga fram smáatriði sem annars sæjust illa. Sjá má risavaxna storma á hrollköldum pólnum, sumir eru á stærð við Jörðina.
Mynd: NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS/Betsy Asher Hall/Gervasio Robles
Skoða mynd