Stjörnufræðivefurinn
Fyrirsagnalisti

Jólastjarna á himni?
Á vetrarsólstöðum mánudaginn 21. desember 2020, verða pláneturnar Júpíter og Satúrnus nær hvor annarri á himni en þær hafa verið í rúm 400 ár. En, sést samstaðan frá Íslandi?

Líf á Venusi?
Stjörnufræðingar hafa fundið gastegundina fosfín í andrúmslofti Venusar. Uppgötvunin gæti bent til þess að örverur þrífist í skýjum þessarar systurplánetu Jarðar.

Marsjeppanum Perseverance skotið á loft
Kl. 11:50 í dag, 30. júlí 2020, verður nýjasta Marsjeppa NASA skotið á loft. Jeppinn á að leita að ummerkjum lífs á botni ævaforns uppþornaðs stöðuvatns á rauðu plánetunni.
Hvað er á himninum?
Mynd vikunnar

Suðurpóll Júpíters
29. maí
Hér sést suðurpóll Júpíters á mynd frá Juno geimfarinu sem tekin var úr 52.000 km hæð. Myndin er sett saman úr mörgum ljósmyndum enda aldrei hægt að sjá allt hvelið í einu. Litirnir hafa sömuleiðis verið ýktir til að draga fram smáatriði sem annars sæjust illa. Sjá má risavaxna storma á hrollköldum pólnum, sumir eru á stærð við Jörðina.
Mynd: NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS/Betsy Asher Hall/Gervasio Robles
Skoða mynd