Kerberos

Fylgitungl Plútós

  • Kerberos, eitt af tunglum Plútós
    Kerberos, eitt af tunglum Plútós
Tölulegar upplýsingar
Uppgötvað af:
Mark Showalter o.fl. með Hubble geimsjónaukanum
Uppgötvuð árið:
28. júní 2011
Meðalfjarlægð frá Plútó: 57.783 km
Umferðartími um Plútó: 38,2 jarðdagar
Snúningstími: Óreglulegur
Stærð:
8 km x 4,5 km
Meðalhitastig yfirborðs:
-230°C
Endurskinshlutfall:
0,5
Sýndarbirtustig:
+26,1

1. Uppgötvun

Kerberos fannst á myndum sem teknar voru með Wide Field Camera 3 myndavél Hubblessjónaukans þann 28. júní 2011. Uppgötvunin var staðfest á myndum sem teknar voru 3. júlí og 18. júlí. Tunglið kom líka fram á endurunnum myndum sem teknar voru 15. febrúar 2006 og 25. júní 2010 en fannst ekki því lýsingartíminn var skemmri.

Uppgötvunin var gerð við leit að hringum um dvergreikistjörnuna í undirbúningi fyrir heimsókn New Horizons.

1.1 Nafn

Tunglið hlaut til bráðabirgða nafnið S/2011 P4. Síðar hlaut það nafnið Kerberos eftir þríhöfða hundinum sem gætti undirheima Plutós.

2. Eðliseiginleikar

Myndir sem teknar voru með LORRI myndavélinni á New Horizons geimfari NASA sýna að Kerberos virðist samansettur úr tveimur hlutum. Það gæti þýtt að tunglið hafi orðið til við samruna tveggja fyrirbæra. Stærri hlutinn er um 8 km á breidd en sá minni í kringum 4,5 km.

Kerberos kom nokkuð á óvart. Fyrir framhjáflug New Horizons höfðu vísindamenn notað Hubble geimsjónaukann til að rannsaka Kerberos og drógu þá ályktun að tunglið væri tiltölulega stórt og massamikið en sýndist dauft þar sem það væri þakið dökku efni. Myndir New Horizons sýna hins vegar að Kerberos er álíka bjartur og hin tunglin, svo New Horizons gerbreytti hugmyndum manna um þetta litla tungl.

3. Braut og snúningur

Plútó, fylgitungl, Nix, Hýdra, Karon, P4
Myndirnar sem Kerberos fannst á. Mynd: NASA/ESA/M. Showalter (SETI Institute)

Kerberos snýst á því sem næst hringlaga braut um Plútó á 32,1 degi í um það bil 58.000 km fjarlægð, milli Nix og Hýdra. Snúningstíminn er breytilegur en var um 5,3 dagar þegar New Horizons flaug framhjá því.

Talið er að tunglakerfið hafi orðið til við árekstur milli Plútós og annars hnattar snemma í sögu sólkerfisins. Við áreksturinn þeyttist efni út í geiminn sem síðan þjappaðist saman og myndaði tunglin. Menn hafa talið líklegt að finna megi leifar árekstursins í formi hringa umhverfis Plútó en engir hafa fundist hingað til.

4. Tengt efni

Tenglar

Heimildir

  1. Hubblessjónaukinn finnur áður óþekkt tungl við Plútó. Stjörnufræði.is
  2. Hubble fylgist með óreglulegum dansi tungla Plútós. Stjörnufræði.is
  3. Last of Pluto's Moons – Mysterious Kerberos – Revealed by New Horizons. NASA.gov

- Sævar Helgi Bragason