Könnun Mars

Fyrstu tilraunirnar til að senda geimfar til Mars voru gerðar 1960 þegar Sovétmenn reyndu að senda tvö geimför þangað en mistókst. Árið 1962 flaug Mariner 4 framhjá Mars og tók fyrstu nærmyndirnar af yfirborðinu – 21 talsins. Árið 1976 sendi Víkingur 1 svo fyrstu myndina af yfirborði Mars og sést hún hér til hægri. Í dag eru rannsóknir á Mars mun ítarlegri og ganga áætlanir manna út á að senda a.m.k. tvö geimför til Mars á um 26 mánaða fresti en þá er afstaða Mars og jarðar bestar.

Leiðangur
Land
Geimskot
Leiðangurslok
Tegund
Niðurstaða
Marsnik 1
sovetrikin
10. okt. 1960
10. okt. 1960
Framhjáflug
Komst ekki á braut.
Marsnik 2
sovetrikin
14. okt. 1960
14. okt. 1960
Framhjáflug
Komst ekki á braut.
Spútnik 22
sovetrikin
24. okt. 1962
24. okt. 1962
Framhjáflug
Komst aðeins á braut um jörðu.
Mars 1
sovetrikin
1. nóv. 1962
21. mars 1963
Framhjáflug
Safnaði gögnum en samband rofnaði áður en geimfarið komst til Mars
Spútnik 24
sovetrikin
4. nóv. 1962
19. jan. 1963
Framhjáflug
Komst aðeins á braut um jörðu.
Mariner 3
usa
5. nóv. 1964
5. nóv. 1964
Framhjáflug
Mistök við geimskot sendi geimfarið af braut. Er á braut um sólina.
Mariner 4
usa
28. nóv. 1964
21. des. 1967
Framhjáflug
Fyrsta geimfarið sem flaug framhjá Mars, tók 21 mynd.
Zond 2
sovetrikin
30. nóv. 1964
Maí 1965
Framhjáflug
Samband rofnaði.
Mariner 6
usa
24. feb. 1969
Ágúst 1969
Framhjáflug
Flaug framhjá Mars, tók 75 myndir.
Mariner 7
usa
27. mars 1969
Ágúst 1969
Framhjáflug
Flaug framhjá Mars, tók 126 myndir.
Mariner 8
usa
8. maí 1971
8. maí 1971
Brautarfar og lendingarfar
Komst ekki á loft.
Kosmos 419
sovetrikin
10. maí 1971
12. maí 1971
Lendingarfar
Komst aðeins á braut um jörðu.
Mars 2
sovetrikin
19. maí 1971
22. ágúst 1972
Brautarfar og lendingarfar
Komst á braut um Mars, lendingarfarið brotlenti 27. nóvember 1971
Mars 3
sovetrikin
28. maí 1971
22. ágúst 1972
Brautarfar og lendingarfar
Komst á braut um Mars, lendingafarið missti samband örskömmu eftir lendingu.
Mariner 9
usa
30. maí 1971
27. okt. 1972
Brautarfar
Komst á braut um Mars, tók 7329 myndir.
Mars 4
sovetrikin
21. júlí 1973
10. feb. 1974
Brautarfar
Flaug framhjá Mars.
Mars 5
sovetrikin
25. júlí 1973
21. feb. 1974
Brautarfar
Komst á braut en entist aðeins níu daga umhverfis Mars.
Mars 6
sovetrikin
5. ágúst 1973
12. mars 1974
Lendingarfar
Engin gögn eftir lendingu.
Mars 7
sovetrikin
9. ágúst 1973
9. mars 1974
Lendingarfar
Lendingarfar losnaði of fljótt.
Viking 1
usa
20. ágúst 1975
13. nóv. 1982
Brautarfar og lendingarfar
Fyrsta heppnaða lendingin á Mars. Starfaði í nokkur ár.
Viking 2
usa
9. sept. 1975
11. apríl 1980
Brautarfar og lendingarfar
Önnur heppnaða lendingin á Mars. Starfaði í nokkur ár.
Fóbos 1
sovetrikin
7. júlí 1988
2. sept. 1988
Brautarfar og lendingarfar
Samband rofnaði fyrir komuna til Mars. Átti að lenda á tunglinu Fóbos. 
Fóbos 2
sovetrikin
12. júlí 1988
27. mars 1989
Brautarfar og lendingarfar
Komst á braut og sendi gögn til jarðar. Samband rofnaði fyrir lendingu á Fóbosi.
Mars Observer
usa
25. sept. 1992
21. ágúst 1993
Brautarfar
Samband rofnaði rétt fyrir komuna til Mars.
Mars Global Surveyor
usa
7. nóv. 1996
5. nóv. 2006
Brautarfar
Entist lengst allra Mars-kanna hingað til. Samband rofnaði eftir níu ár á braut um Mars.
Mars 96
russland
16. nóv. 199
17. nóv. 1996
Brautarfar og lendingarfar
Mistök við geimskot varð til þess að geimfarið brotlenti í Kyrrahafið.
Mars Pathfinder
usa
4. des. 1996
27. sept. 1997
Lendingarfar og jeppi
Árangursríkur leiðangur, entist í þrjá mánuði. Fyrsti jeppinn á Mars.
Nozomi
japan 3. júlí 1998
9. des. 2003
Brautarfar
Komst aldrei á braut um Mars.
Mars Climate Orbiter
usa
11. des. 1998
23. sept. 1999
Brautarfar
Brotlenti á yfirborði Mars.
Mars Polar Lander
usa
3. jan. 1999
3. des. 1999
Lendingarfar
Samband rofnaði skömmu fyrir komuna til Mars. Er talið hafa brotlent.
2001 Mars Odyssey
usa
7. apríl 2001
Ólokið
Brautarfar
Kom til Mars 24. október 2001 og er enn á braut um Mars í gagnaöflun.
Mars Express
evropufani
2. júní 2003
Ólokið
Brautarfar
Kom til Mars 25. desember 2003 og er enn á braut um Mars í gagnaöflun.
Beagle 2
bretland
2. júní 2003
6. feb. 2004
Lendingarfar
Kom til Mars með Mars Express 26. des. 2003 en samband rofnaði skömmu fyrir lendingu og brotlenti.
Spirit
usa
10. júní 2003
Ólokið
Jeppi
Lenti heilu og höldnu á Mars 4. janúar 2004 og er enn að störfum.
Opportunity
usa
7. júlí 2003
Ólokið
Jeppi
Lenti heilu og höldnu á Mars 25. janúar 2004 og er enn að störfum.
Rosetta
evropufani
2. mars 2004
Ólokið
Framhjáflug
Flaug framhjá Mars 25. febrúar 2007 á leið sinni að halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko
Mars Reconnaissance Orbiter
usa
12. ágúst 2005
Ólokið Brautarfar
Komst á braut um Mars 10. mars 2006 og er enn í gagnaöflun.
Phoenix
usa
4. ágúst 2007
3. nóv. 2008
Lendingarfar
Lenti heilu og höldnu á Mars 25. maí 2008. Uppgötvaði vatnsís, efnagreindi jarðveginn og fylgdist náið með veðurfarinu.
Dawn
usa
27. sept. 2007
Ólokið
Framhjáflug
Flaug framhjá Mars árið 2009 á leið til smástirnisins Vestu og dvergreikistjörnunnar Ceres.
Curiosity
usa
Nóvember 2011
Ólokið
Jeppi

MAVEN
usa
Október 2013
Ólokið
Brautarfar
 
ExoMars
evropufaniusa ?
Ólokið
Brautarfar og jeppi
 
Mars Scout 3
usa
?
Ólokið
Brautarfar eða lendingarfar
 
Mars Sample Return
usa
?
Ólokið
Lendingarfar