Drakonítar

Loftsteinadrífa

  • vígahnöttur, loftsteinn, stjörnuhrap, loftsteinahrap,
    Bjartur vígahnöttur yfir Oklahoma í Bandaríkjunum árið 2008. Mynd: Howard Edin

Drakonítar eru þekktir fyrir að vera mjög óreglulegir. Þegar best lætur, þá sjaldan að það gerist, ferðast Jörðin í gegnum þrjá þétta hluta agnaslóðarinnar og geta þá sést yfir 1000 lofsteinahröp á klukkustund. Það gerðist árin 1933 og 1946 og voru það með öflugustu loftsteinarífa á 20. öld. Árið 2011 sáust meira en 400 loftsteinar við hámarkið.

Geislapunktur drífunnar er í höfði stjörnumerkisins Drekans. Geislapunkturinn er hæst á lofti að kvöldi til svo best er að byrja að fylgjast með eftir sólsetur. Drakonítar eru þekktir fyrir að vera óvenju hægfara loftsteinar þar sem þeir nálgast Jörðina aftan frá og líka vegna þess að fjarlægð þeirra frá sól veldur því að hraði þeirra er fremur lítill.

1. 21P/Giacobini–Zinner

Halastjarnan 21P/Giacobini-Zinner
Halastjarnan 21P/Giacobini-Zinner. Mynd: Wikimedia Commons

Halastjarnan 21P/Giacobini–Zinner er skammferðarhalastjarna sem nefnd er eftir Frakkanum Michel Giacobini — sem fann hana hinn 20. desember árið 1900 þegar hún var í stjörnumerkinu Vatnsberanum — og Þjóðverjanum Ernst Zinner sem fann hana aftur 23. október árið 1913.

Halastjarnan 21P/Giacobini–Zinner er að meðaltali í um 525 milljón km fjarlægð frá sólinni. Kjarni hennar er talinn um 2 km að þvermáli.

Hinn 11. september árið 1985 flaug International Cometary Explorer í gegnum rafgashala halastjörnunnar.

2. Heimildir

  1. Alan MacRobert. The Fickle Draconids: Watch for slow, unusual meteors that may show up on October 8-9. Sky and Telescope, októberhefti 2015, bls. 48-49.

  2. 21P/Giacobini–Zinner. Cometography.com.