• Alþjóðlega geimstöðin
    Alþjóðlega geimstöðin. Mynd: NASA

Alþjóðlega geimstöðin

Alþjóðlega geimstöðin (ISS) er alþjóðleg rannsóknarstöð á braut um jörðina. Samsetning hennar hófst árið 1998 í samvinnu 15 þjóða og mun hún starfa fram yfir árið 2020.

Helstu upplýsingar
Skotið á loft: 1998
Hæð yfir jörðu:
400 km
Lengd:
73 metrar
Breidd:
108,5 metrar
Brautarhraði:
27.700 km/klst
Umferðartími:
93 mínútur
Heimasíða:
Geimstöðin á vef NASA

Geimstöðin er eitt bjartasta fyrirbærið á næturhimninum sem sést með berum augum enda langstærsti manngerði hluturinn á braut um jörðina. Hún sést þó EKKI frá Íslandi, því braut hennar liggur ekki nógu norðarlega.

Áhafnir geimstöðvarinnar stunda rannsóknir í líffræði, efnafræði, læknisfræði, sálfræði og eðlisfræði, sem og stjörnufræð og veðurfræði. Í stöðinni er einstakt umhverfi til að prófa ýmsa hluti sem þarf í mannaða leiðangra til tunglsins og Mars.

Ath! Þessi grein er í vinnslu!

Tenglar

  1. Geimstöðin á vef NASA

  2. Geimstöðin á vef ESA