Tunglmyrkvi 28. september 2015
Almyrkvi á tungli 28. september 2015
Þegar myrkvinn hófst var tunglið nokkurn veginn í suðri í stjörnumerkinu Fiskunum. Þegar myrkvanum lauk var tunglið nokkurn veginn í vestri og lægra á lofti.
Tunglmyrkvinn átti sér stað þegar tunglið var í jarðnánd (kl. 01:46), þ.e. á stærsta fulla tungli ársins 2015. Að þessu sinni var tunglið 4,7% stærra og 16% bjartara en að meðaltali. Fullt tungl í september er einnig stundum kallað „Uppskerumáni“.
Almyrkvinn 28. september var seinasti myrkvinn í fernd (fjórir almyrkvar á tungli í röð, hver á sex mánaða fresti). Aðrir myrkvar í ferndinni urðu 15. apríl 2014, 8. október 2014 og 4. apríl 2015. Enginn þeirra sást frá Íslandi.
1. Sýnileiki
Myrkvinn sást frá allri næturhlið Jarðar.
Sýnileiki tunglmyrkvans 28. september 2015. Mynd: Stjörnufræðivefurinn/Hermann Hafsteinsson (eftir F. Espenak) |
2. Helstu tímasetningar
Almyrkvi á tungli 28. september 2015 from Stjörnufræðivefurinn on Vimeo.
Helstu tímasetningar tunglmyrkvans 28. september 2015. Mynd: Stjörnufræðivefurinn/Hermann Hafsteinsson (eftir F. Espenak) |
Atburður |
Tímasetning m.v. Reykjavík* |
|
---|---|---|
Tunglris |
19:03 |
|
P1 |
Hálfskuggamyrkvi hefst |
00:12 |
U1 |
Deildarmyrkvi hefst |
01:07 |
U2 |
Almyrkvi hefst |
02:11 |
Almyrkvi í hámarki |
02:45 |
|
U3 |
Almyrkva lýkur |
03:23 |
U4 |
Deildarmyrkva lýkur |
04:21 |
P4 |
Hálfskuggamyrkva lýkur |
05:22 |
Tunglsetur |
07:51 |
Tunglmyrkvinn stóð yfir í 5 klukkustundir og 10 mínútur.
Almyrkvinn stóð yfir í 1 klukkustund og 12 mínútur.
Deildarmyrkvinn stóð yfir í 3 klukkustundir og 20 mínútur.
*Tímasetningar úr Almanaki Háskóla Íslands fyrir árið 2015.
3. Myndir
Tunglmyrkvi 28. september 2015 from Stjörnufræðivefurinn on Vimeo.
Tengt efni
Heimildir
- Sævar Helgi Bragason