Dagbók stjörnufræðikennara – Kennsluvika 13 – haust 2013

Dagbók stjörnufræðikennara – Kennsluvika 13 – haust 2013

Um dagbókina

Hér er sagt frá einni kennsluviku í stjörnufræði við Menntaskólann í Reykjavík veturinn 2013-2014.


Halastjörnur

Ég tók stökk fram á við í efninu og sagði frá halastjörnum því það stefndi í glæsilega heimsókn ISON halastjörnunnar sem ekki varð (halastjarnan gufaði upp þegar hún fór nálægt sólinni).


Þáttur um ferðalag Voyager geimfaranna úr The Planets þáttaröðinni frá BBC

Ég sýndi þátt um ferðalag Voyager geimfaranna framhjá gasrisunum úr The Planets þáttaröðinni frá BBC. Þetta eru mjög góðir þættir sem ég hef séð til sölu í búðum á Íslandi.

Voyager geimförin og gullplatan („Golden Record“)

Í framhaldi af þættinum um gasrisana tók ég eina kennslustund í að segja frá Voyager geimförunum og gullplötunni sem var utan á geimförunum.

Einnig er að finna ýmsan fróðleik um Voyager geimförin og gullplötuna á Wikipediu og YouTube.