Dagbók stjörnufræðikennara – Kennsluvika 5 – vor 2014

Um dagbókina

Hér er sagt frá einni kennsluviku í stjörnufræði við Menntaskólann í Reykjavík veturinn 2013-2014.


Sólstjörnur og Hertzsprung-Russell línuritið

Ég flutti fyrirlestur um sólstjörnur almennt og Hertzsprung-Russell línuritið.


Töfluverkefni um Hertzsprung-Russell línuritið

Við vorum með eina kennslustund í tölvustofu þar sem hver nemandi fékk úthlutað stjörnu sem sést á haust- eða vorhimninum yfir Íslandi. Nemendur fundu grunnupplýsingar um stjörnuna á netinu og klipttu svo út, lituðu og límdu hringskífuna inn á stjörnukort og Hertzsprung Russell línurit.


Ævilok sólarinnar, rauðir risar og hvítir dvergar

Ég fjallaði um rauða risa og hvíta dverga í samhengi við endalok sólarinnar okkar.