Vísindaleikir um stjörnufræði

M.Ed. ritgerð Sverris Guðmundssonar (júní 2013)

„Leikskólabörn fylgjast með gangi sólar og tungls. Þróunarstarf um stjörnufræði á leikskóla.“

Meistaraverkefnið var unnið í samstarfi við leikskólakennara á Björtuhlíð (áður Hamraborg) 2011-2013. Þróaðir voru vísindaleikir um stjörnufræði þar sem börnin fengu að skoða ýmis atriði sem tengjast sólinni og tunglinu. Ýmislegt annað sem tengist stjörnufræði var framkvæmt á leikskólanum á sama tíma. Fjöldi mynda er í ritgerðinni og aftarlega eru ýmsar hugmyndir sem gætu komið að gagni á leikskóla, yngsta stigi grunnskóla og jafnvel á miðstigi grunnskóla.

Stutt lýsing á framkvæmd Vísindaleikja um stjörnufræði

Hér eru ýmsar hugmyndir sem tengjast sólinni og tunglinu úr M.Ed. ritgerð Sverris Guðmundssonar. Þetta efni gæti nýst á leikskóla, yngsta stigi grunnskóla og jafnvel á miðstigi grunnskóla.

Geimur með stráknum

Hreyfimynd um strák og geimverur sem börnin á Björtuhlíð bjuggu til fyrir Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík haustið 2012. Nánari lýsing á vinnunni í kringum hreyfimyndina var búin til er að finna í M.Ed. ritgerð Sverris Guðmundssonar.