Kennsluhugmyndir: Sólkerfið

Kennsluhugmyndir: Sólkerfið

Sólkerfisrölt

Aldur (án réttra fjarlægða): Yngsta stig

Aldur (með réttum fjarlægðarhlutföllum): Miðstig / Unglingastig / Framhaldsskóli

Í sólkerfisröltinu setja nemendur og kennari upp líkan af sólinni og reikistjörnunum í réttum hlutföllum. Við mælum eindregið með því að allir nemendur grunnskóla fari einhvern tíma í sólkerfisrölt. Þetta er ein besta aðferðin til þess að hjálpa nemendum að átta sig á stærðarhlutföllum í sólkerfinu og séð hvað það er í raun langt á milli reikistjarnanna og hvað þær eru litlar í samanburði við sólina og sólkerfið í heild.


Ferðabæklingar um sólkerfið

Aldur: Yngsta stig / Miðstig

Eftir að nemendur hafa lært um ólíka eiginleika reikistjarnanna er hægt að láta þá gera ferðabækling þar sem þeir kynna eiginleika reikstjarnanna og hverju má búast við á ferðalagi til þeirra. Þetta verkefni sameinar námsþætti eins og stjörnufræði, sköpun og íslensku.

Sem stendur er þetta verkefni ekki til í íslenskri útgáfu.


Vefefni með Komdu og skoðaðu himingeiminn

Aldur: Yngsta stig

Á vef Námsgagnastofnunar er ýmiss konar vefefni sem tengist bókinni Komdu og skoðaðu himingeiminn. Þar geta nemendur meðal annars reiknað út aldur sinn og þyngd sína á hinum reikistjörnunum.


Vegabréf fyrir sólkerfið

Aldur: Yngsta stig / Miðstig

Sem stendur er þetta verkefni ekki til í íslenskri útgáfu.


Afmælisdagurinn þinn á annarri reikistjörnu

Aldur: Yngsta stig

Sem stendur er þetta verkefni ekki til í íslenskri útgáfu.


Lífshættuleg tungl

Aldur: Yngsta stig

Sem stendur er þetta verkefni ekki til í íslenskri útgáfu.