Krakkafréttir

Stjarnan sem snýst á ógnarhraða

  • VFTS 102, Tarantúluþokan, stjarna, Stóra Magellansskýið
    Stjarnan VFTS 102 í Tarantúluþokunni í Stóra Magellansskýinu snýst hraðast allra stjarna sem vitað er um.

Stjörnufræðingar glíma gjarnan við mjög áhugaverðar ráðgátur. Fyrir skömmu fundu þeir sérkennilega stjörnu sem er um það bil 25 sinnum þyngri en sólin okkar og snýst auk þess 300 sinnum hraðar — hraðast allra þekktra þungavigtarstjarna!

En þótt hún snúist óheyrilega hratt er ferðalag hennar um geiminn líka fremur furðulegt. Hún ferðast miklu hægar en aðrar stjörnur í kring.

Örin á myndinni bendir á umrædda stjörnu sem er innan í mikilli geimþoku sem við höfum áður rætt um. Til þess að útskýra hvers vegna stjarnan snýst svona hratt en hreyfist að sama skapir hægar um geiminn en nágrannar sínir hafa stjörnufræðingar dregið upp líklega ævisögu hennar. Í byrjun gæti hún hafa orðið til með annarri stjörnu sem snerust hvor um aðra. Ef til vill voru stjörnurnar svo nálægt hvor annarri að önnur þeirra dró til sín efni frá hinni og byrjaði við það snúast sífellt hraðar.

Í dag er þessi fylgistjarna hvergi sjáanleg. Hvað varð eiginlega um hana? Stjörnufræðingar telja að fylgistjarnan hafi sprungið í tætlur fyrir langa löngu. Leifar slíkrar sprengistjörnu sjást nefnilega í nágrenninu. Við spreninguna kastaðist stjarnan hraðsnúna burt og skýrir það hvers vegna hún ferðast hægar um geiminn en aðrar stjörnur.

„Þessi stjarna sýnir okkur óvæntar hliðar á stuttri en dramatískri ævi þyngstu stjarnanna“ segir stjörnufræðingurinn Philip Dufton, einn þeirra sem rannsakaði stjörnuna.

Skemmtilegt staðreynd: Það tæki okkur aðeins eina mínútu að fljúga venjulegri farþegaflugvél í kringum jörðina á sama hraða og stjarnan snýst.

Þessi frétt er unnin í góðu samstarfi við UNAWE og Space Scoop

UNAWE, Universe Awareness for Young Children Space Scoop