Krakkafréttir

Reikistjörnur út um allt!

  • fjarreikistjörnur
    Teikning listamanns sem gefur hugmynd um hve algengar reikistjörnur eru á braut um stjörnur í vetrarbrautinni okkar. Mynd: ESO/M. Kornmesser

Síðastliðin 16 ár hafa stjörnufræðingar fundið meira en 700 reikistjörnur utan okkar sólkerfis. Slíka hnetti köllum við fjarreikistjörnur.

Stjörnufræðingar beita ýmsum aðferðum við að leita að fjarreikistjörnum. Þeir geta til dæmis fylgst með stjörnu dofna þegar reikistjarna gengur þvert fyrir hana. Önnur aðferð er að fylgjast með stjörnunni vagga til og frá þegar reikistjarna togar í hana með þyngdarkrafti sínum, svipað og þegar sleggjukastari vaggar til og frá þegar hann sveiflar sleggju í kringum sig.

Þessar aðferðir virka best þegar um er að ræða reikistjörnur sem eru álíka stórar eða stærri en Júpíter, langstærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar, og líka þær sem eru nálægt sínum stjörnum, eins og til dæmis Merkúríus.

Síðustu sex ár hafa stjörnufræðingar leitað að fjarreikistjörnum með mjög ólíkri aðferð. Með henni er hægt að finna bæði stórar og litlar reikistjörnur en líka þær sem eru miklu lengra frá sínum sólum.

Í þessari nýju aðferð nota stjörnufræðingar stjörnurnar sem stækkunargler! Hljómar skringilega en þyngdarkraftur stjörnu er nógu sterkur til að sveigja og magna ljósgeisla frá miklu fjarlægari stjörnu á bakvið. Þegar við horfum á fjarlægari stjörnuna frá jörðinni sjáum við hana stækka eins og stækkunargler hafi verið lagt fyrir hana. Stjörnufræðingar geta svo séð hvort reikistjarna hringsóli í kringum stækkunarglerið (stjörnuna sem magnar ljósið) því þá stækkunin er jafnvel enn meiri!

Og hvaða hafa svo þessi stóru stækkunargler í geimnum sýnt okkur? Þau hafa sýnt okkur að reikistjörnur eru örugglega miklu algengari en nokkurn hefði grunað. Reikistjörnur eru miklu algengari en stjörnur í vetrarbrautin okkar. Hugsaðu þér það næst þegar þú horfir til himins! Ætli líf þrífist á einhverjum þeirra?

Skemmtileg staðreynd: Albert Einstein kom fyrstur manna fram með hugmyndina um stjarnfræðileg stækkunargler árið 1915. Það tók stjörnufræðinga hins vegar 90 ár að finna reikistjörnur með þeirra hjálp.

Þessi frétt er unnin í góðu samstarfi við UNAWE og Space Scoop

UNAWE, Universe Awareness for Young Children Space Scoop