Krakkafréttir

Vetrarbrautir sem fjöruðu ungar út

  • Sporvöluþokur, vetrarbrautir, APEX, risasvarthol
    LABOCA myndavélin á APEX sjónaukanum leiðir í ljós fjarlægar vetrarbrautir sem ganga í gegnum feikimikla stjörnumyndunarhrinu. Á myndinni sýna rauðu deplarnir þessar fjarlægu vetrarbrautir á svæði sem kallast Extended Chandra Deep Field South í stjörnumerkinu Ofninum. Mælingar LABOCA (rauðar) hafa verið lagðar ofan á innrauða ljósmynd sem tekin var með Spitzer geimsjónauka NASA. Þessar vetrarbrautir urðu að lokum risasporvöluþokur — massamestu vetrarbrautir alheims. Mynd: ESO, APEX (MPIfR/ESO/OSO), A. Weiss et al., NASA Spitzer Science Center

Fyrir skömmu notuðu stjörnufræðingar nokkra öfluga sjónauka, bæði á jörðinni og í geimnum, til að horfa marga milljarða ára aftur í tímann. Þeir voru að fylgjast með óvenjulegum vetrarbrautum frá þeim tíma þegar alheimurinn var mjög ungur.

Stjörnufræðingum þykir sumar þessara vetrarbrauta sérstaklega áhugaverðar og eru þær rauðar á þessari nýju mynd. Í barnæsku alheimsins bjuggu þessar vetrarbrautir til stjörnur með miklu offorsi í atburði sem kallast stjörnumyndunarhrina. Hrinurnar stóðu stutt yfir og vekur það sérstaka athygli stjörnufræðinganna: Hvað stöðvaði eiginlega þessa miklu og hröðu myndun stjarna?

Stjörnufræðingarnir fundu mögulega útskýringu. Skrímslin sem leynast í miðju vetrarbrautanna — risasvartholin — gleyptu hráefnið sem stjörnurnar verða til úr. Þegar það gerðist gáfu skrímslin frá sér öfluga orkustróka (mætti kalla það „rop“) sem blés burt og tortímdi því hráefni sem vetrarbrautirnar þurftu til að búa til nýjar stjörnur. Og þá fæddust engar stjörnur lengur.

Skemmtileg staðreynd: Á meðan þessi stjörnumyndunarhrina stóð yfir tvöfaldaðist fjöldi stjarna í vetrarbrautunum.

Þessi frétt er unnin í góðu samstarfi við UNAWE og Space Scoop

UNAWE, Universe Awareness for Young Children Space Scoop