Krakkafréttir

Draugalegt andlit í geimnum

  • NGC 3342, Kjalarþokan
    Mynd Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni af stjörnumyndunarsvæðinu NGC 3324. Sterk útfjólublá geislun frá nokkrum af massamestu bláhvítu stjörnum NGC 3324 hefur sorfið holrúm í gasinu og rykinu. Litadýrðina má líkja rekja til stjarnanna sem lýsa upp gasið. Mynd: ESO

Hefur þú einhvern tímann litið upp í skýin og séð í þeim ýmis mynstur, til dæmis andlit? Stjörnufræðingar sjá líka ýmis mynstur þegar þeir horfa á fyrirbæri næturhiminsins.

Á þessari nýju mynd sést geimský úr gasi og ryki sem nefnist þoka. Í þessari þoku eru stjörnur að fæðast. Þess vegna eru svona þokur líka kallaðar stjörnumyndunarsvæði. Hvívoðungarnir eru mjög heitir og gefa frá sér svo sterkt ljós að gasið í skýinu byrjar að glóa. Þess vegna getum við séð þau með sjónaukunum okkar.

Sum geimský eru nefnd eftir því sem þau líkjast. Til dæmis dregur Riddaraþokan nafn sitt af því að hún líkist riddara í skák. En skoðaðu nú vel myndina hér fyrir ofan. Hún er kölluð Gabriela Mistral þokan. Sérðu af hverju? Smelltu á myndina til að stækka hana og beindu athygli þinni sérstaklega að hægri helmingi skýsins.

Hvað sérðu? Sérðu vangasvip? Þegar stjörnufræðingar sáu þetta þótti þeim mynstrið líkjast frægri skáldkonu frá Chile sem heitir Gabriela Mistral. (Þú getur borði saman mynd af skáldkonuninni og þokunni hér.) Dálítið skuggalegt!

Skemmtileg staðreynd: Ljósmyndin var tekin með stórum sjónauka í Chile í Suður Ameríku. Ljóðskáldið Gabriela Mistral er einmitt líka frá Chile.

Þessi frétt er unnin í góðu samstarfi við UNAWE og Space Scoop

UNAWE, Universe Awareness for Young Children Space Scoop