Blönduð vetrarbraut

27. febrúar

  • UGC 12591
    UGC 12591

Hubble geimsjónauki NASA og ESA tók þessa mynd af vetrarbrautinni UGC 12591. Hún er óvenjuleg blanda linsulaga vetrarbrautar og þyrilvetrarbrautar í um 400 milljón ljósára fjarlægð. UGC 12591 er gríðarlega massamikil eða fjórfalt efnismeiri en Vetrarbrautin okkar. Þess utan snýst hún miklu hraðar en við eða á 1,8 milljón km hraða á klukkustund!

Mynd: ESA/Hubble & NASA

Ummæli