Jörðin og tunglið frá Satúrnusi

24. apríl

  • Tunglið og Jörðin frá Satúrnusi
    Tunglið og Jörðin frá Satúrnusi

Miðvikudaginn 12. apríl horfði Cassini geimfar NASA í gegnum hringa Satúrnusar og tók þessa mynd af Jörðinni og tunglinu úr 1,4 milljarða km fjarlægð. Frá þessum fjarlæga sjónarhóli er Jörðin alltof lítil til að einhver smáatriði sjáist. Á þessum tíma sneri Ísland reyndar að Satúrnusi og er þarna norðarlega á ljósdeplinum. Fyrir ofan Jörðina og tungkið sést A-hringurinn og Keeler geilin á milli.

Mynd: NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute

Ummæli