Gígurinn Snorri

29. apríl 2013

  • Snorri, gígur, Merkúríus
    Gígurinn Snorri á Merkúríusi

Þennan bjarta og geislótta gíg er að finna á suðurhveli Merkúríusar, innstu reikistjörnu sólkerfisins. Gígurinn ber nafn íslensks sagnaritara sem var veginn árið 1241 í bæ sínum í Reykholti í Borgarfirði: Snorra Sturlusonar.

Snorri er einn þriggja gíga á Merkúríusi sem bera nöfn íslendinga. Hann er 21 km í þvermál og fannst á myndum sem Mariner 10 geimfar NASA tók af Merkúríusi árið 1971. Þessi mynd var hins vegar tekin með MESSENGER geimfarinu þann 14. október 2011.

Snorri er tiltölulega ungur gígur á jarðfræðilegan mælikvarða, ef til vill allt að nokkur hundruð milljóna ára. Þetta sést af því hve ljós gígurinn er og hversu bjart og áberandi geislamynstrið er í kringum hann.

Mynd: NASA/Johns Hopkins University Applied Physics Laboratory/Carnegie Institution of Washington

Höfundur: Sævar Helgi Bragason

Um fyrirbærið

Tengt efni

Ummæli