Loftnetið

11. nóvember 2013

  • Loftnetsþokurnar NGC 4038 og NGC 4039
    Loftnetsþokurnar NGC 4038 og NGC 4039

Hubble geimsjónauki NASA og ESA tók þessa glæsilegu mynd af Loftnetsþokunum. Hubble hefur tvívegis áður tekið mynd af tvíeykinu, árin 1997 og 2006 en þessi nýja mynd tekur þeim báðum fram.

Loftnetið samanstendur af tveimur vetrarbrautum, NGC 4038 og NGC 4039, sem þyngdarkrafturinn hefur bundið saman. Fyrir nokkur hundruð milljónum ára voru báðar harla venjulegar og rólegar þyrilvetrarbrautir, rétt eins og Vetrarbrautin okkar, runnu síðan saman. Áreksturinn er svo öflugur að stjörnur hafa þotið langt út úr þeim báðum. Á víðmyndum sést einmitt hvers vegna þær eru kallaðar Loftnetið — stjörnur og gas mynda það sem kallast flóðhalar og minnir á loftnet.

Á myndinni nýju sjást augljós merki um þá ringulreið sem ríkir í árekstrum vetrarbrauta. Rauðu og bleiku skýin á myndinni eru glóandi vetnisgasský og í kringum þau eru skærbláar þyrpingar ungra og heitra stjarna. Sumar þyrpingar eru faldar á bak við dökka ógegnsæja rykhnoðra. Í Loftnetinu stendur hrina stjörnumyndunar yfir sem getur þó ekki enst að eilífu. Að lokum munu kjarnar vetrarbrautanna renna saman svo úr verður ein stór sporvöluvetrarbraut.

Mynd: ESA/Hubble & NASA

Ummæli