Gúmmíönd í geimnum

28. júlí 2014

  • Halastjarnan 67P/Churyumov-Gerasimneko
    Halastjarnan 67P/Churyumov-Gerasimneko

Þegar Rosetta geimfar ESA nálgaðist halastjörnuna 67P/Churyumov-Gerasimenko í júlí 2014 sýndu myndir harla óvenjulega lögun halastjörnunnar. Myndin sem hér sést var tekin hinn 20. júlí úr um það bil 5.500 km fjarlægð frá 67P. Eins og sjá má virðist kjarninn tvöfaldur. Lögunin minni óneitanlega á gúmmíönd.

Hugsanlegt er að halastjarnan sé úr tveimur kjörnum sem hafi rekist á og límst saman. Ef svo er, hefur árekstrahraðinn verið aðeins 3 metrar á sekúndu. Aðrar skýringar eru einnig mögulegar og munu frekari rannsóknir skera úr um það.

Kjarninn er 4 x 3,5 km að breidd. Myndir Rosetta sýna einnig að snúningshraði hennar er um 12,4 klukkustundir.

Snúningur halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimneko hinn 14. júlí 2014
Snúningur halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko.

Rosetta fer á braut um halastjörnuna hinn 6. ágúst næstkomandi.

Mynd: ESA/Rosetta/MPS fyrir OSIRIS teymið MPS/UPD/LAM/IAA/SSO/INTA/UPM/DASP/IDA

Ummæli