Reikistjörnurnar milli Jarðar og tunglsins

27. október 2014

  • Reikistjörnur sólkerfisins kæmust fyrir milli Jarðar og tunglsins. Myndin er í réttum stærðarhlutföllum
    Reikistjörnur sólkerfisins kæmust fyrir milli Jarðar og tunglsins. Myndin er í réttum stærðarhlutföllum

Sólkerfið okkar er stórt á jarðneskan mælikvarða en agnarlítið á stjarnfræðilegan. Jörðin er fjórða minnsta (eða fjórða stærsta) reikistjarnan í sólkerfinu og tunglið er fjórðungur af stærð hennar. Júpíter, stærsta reikistjarna sólkerfisins, er hins vegar svo stór að meira en þúsund Jarðir kæmust fyrir innan í honum.

Bilið milli reikistjarnanna er einnig svo mikið að erfitt er að gera sér það í hugarlund. Bilið milli Jarðar og tunglsins er einnig ógnarstórt. Þannig voru Apollo geimförin um tæplega fjóra daga að sigla þangað. Að meðaltali er tunglið í um 384.000 km fjarlægð — svo langt í burtu að það tæki mann um hálft ár að aka þangað með 90 km meðalhraða á klukkustund.

Þótt reikistjörnurnar séu margar risavaxnar kemur það eflaust mörgum á óvart að allar kæmust þær fyrir milli Jarðar og tunglsins, eins og sést á myndinni hér fyrir ofan, en hún sýnir bæði reikistjörnurnar og fjarlægðina milli Jarðar og tunglsins í réttum hlutföllum!

Mynd: Astronomy Foundation

Ummæli