Stóri kuldabletturinn á Júpíter

17. apríl

  • Stóri kuldabletturinn á Júpíter
    Stóri kuldabletturinn á Júpíter

Stóri rauði bletturinn er sennilega þekktasta kennileiti gasrisans Júpíters. Nú hafa stjörnufræðingar fundið annan stóran blett, kuldablett, á norðurpól Júpíters. Bletturinn er um 200°C kaldari en nærliggjandi svæði og er álíka stór og Stóri rauði bletturinn. Talið er að bletturinn verði til af völdum norðurljósa á Júpíter sem knýja orku niður í lofthjúpinn. Fyrir vikið kólna efri lög lofthjúpsins. Stóri kuldabletturinn á Júpíter er því fyrsta veðurkerfið sem verður til af völdum norðurljósa.

Mynd: ESO/T. Stallard

Ummæli