• Tunglmyrkvi, almyrkvi á tungli
    Almyrkvi á tungli 28. október 2004. Mynd: Snævarr Guðmundsson

Tunglmyrkvi 21. janúar 2019

Tunglmyrkvinn aðfaranótt mánudagsins 21. janúar 2019 er almyrkvi. Myrkvinn hefst klukkan 02:37, nær hámarki klukkan 05:12 og lýkur klukkan 07:48. Þetta er eini almyrkvi á tungli sem sést frá Íslandi árið 2019 og fyrsti almyrkvinn sem sést frá Íslandi síðan 28. september 2015. Myrkvinn er janframt fyrri tunglmyrkvinn af tveimur árið 2019 (16. júlí verður deildarmyrkvi sem sést ekki frá Íslandi). Næst sést almyrkvi á tungli frá Íslandi 16. maí 2022.

Þegar myrkvinn hefst verður tunglið nokkurn veginn í suðri í stjörnumerkinu Krabbanum. Þegar myrkvanum lýkur verður tunglið nokkurn veginn í vestri og lægra á lofti.

1. Sýnileiki

Myrkvinn sést frá allri næturhlið Jarðar.

2. Helstu tímasetningar

  Atburður
Tímasetning m.v. Reykjavík*
  Tunglris
15:34
P1
Hálfskuggamyrkvi hefst
02:37
U1
Deildarmyrkvi hefst
03:34
U2
Almyrkvi hefst
04:41
  Almyrkvi í hámarki
05:12
U3
Almyrkva lýkur
05:43
U4
Deildarmyrkva lýkur
06:51
P4
Hálfskuggamyrkva lýkur
07:48
  Tunglsetur
11:05

Tunglmyrkvinn stendur yfir í 5 stundir og 11 mínútur.

Almyrkvinn stendur yfir í tæplega 1 klukkustund og 2 mínútur.

3. Myndir

Við munum taka myndir af myrkvanum og óskum að sjálfsögðu eftir að fá að birta myndir frá ykkur líka.

Tengt efni

Heimildir og ítarefni


- Sævar Helgi Bragason