M65 - Þyrilvetrarbraut í Ljóninu

  • M65, Messier 65, vetrarbraut, Leo Triplet
    Vetrarbrautin M65 í Ljóninu
Helstu upplýsingar
Tegund: Þyrilvetrarbraut
Stjörnulengd:
11klst 17mín 55,9sek
Stjörnubreidd:
+13° 05′ 32″
Fjarlægð:
~35 milljón ljósár
Sýndarbirtustig:
+10,25
Hornstærð:
8,7 x 2,5 bogamínútur
Stjörnumerki: Ljónið
Önnur skráarnöfn:
NGC 3623

Franski stjörnufræðingurinn Charles Messier uppgötvaði M65 og færði í skrá sína þann 1. mars, 1780 ásamt nágrannavetrarbrautinni M66. Messier lýsir henni sem „mjög daufri þoku án stjarna.”

M65 virðist hafa afmyndast frekar lítið þótt hún sé nálægt nágrönnum sínum og verði þar af leiðandi fyrir áhrifum frá þeim. Miðjan er mjög þétt og þyrilarmarnir sömuleiðis. Á þeirri hlið skífunnar sem snýr að okkur sést áberandi rykrönd. Bjartasti hluti skífunnar er greinilega að mestu leyti út gömlum stjörnum.

Í júlí 2011 birti ESO glæsilega mynd af Ljónsþríeykinu sem tekin var með VST kortlagningarsjónaukanum og OmegaCAM myndavélinni.

Tenglar

Heimildir

  1. NASA/IPAC Extragalactic Database
  2. SEDS Messier: Messier 65

Hvernig vitna skal í þessa grein

  • Sævar Helgi Bragason (2010). M65 - Þyrilvetrarbraut í Ljóninu. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/m65 (sótt: DAGSETNING).