Messier 10
Kúluþyrping í Naðurvalda
| Tegund: | Kúluþyrping | 
| Stjörnulengd: | 19klst 57mín  08,99s | 
| Stjörnubreidd: | -04° 05′ 57,6" | 
| Fjarlægð: | 14.300 ljósár | 
| Sýndarbirtustig: | +6,4 | 
| Stjörnumerki: | Naðurvaldi | 
| Önnur skráarnöfn: | NGC 6254 | 
Franski stjörnufræðingurinn Charles Messier uppgötvaði þyrpinguna þann 29. maí árið 1764. Þyrpingin varð 10. fyrirbærið í skrá Messiers yfir þokukennd fyrirbæri á himninum sem líktust halastjörnum. Messier lýsti henni sem fallegri kúlulaga þoku án stjarna. Um tuttugu árum síðar greindi enski stjörnufræðingurinn William Herschel fyrstur manna stjörnur í þyrpingunni.
Messier 10 er í um 14.300 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er 83 ljósár í þvermál.
Messier 10 er mjög falleg að sjá í gegnum stjörnusjónauka. Með 80mm linsusjónauka sjást greinilega stakar stjörnur í þyrpingunni en með stærri sjónaukum er hún enn glæsilegri. Auðvelt er að finna þyrpinguna með góðu stjörnukorti (sjá stjörnukort af Naðurvalda).
Tengt efni
- 
Kúluþyrping 
Heimildir
- 
Kúluþyrpingin Messier 10 - Mynd vikunnar á Stjörnufræðivefnum 
Hvernig vitna skal í þessa grein
- Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 10. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/messier-10 (sótt: DAGSETNING).
