Messier 106

Þyrilþoka í Veiðihundunum

  • Messier 106, þyrilþoka, Veiðihundarnir
    Þyrilþokan Messier 106 í Veiðihundunum. Mynd: Adrian Zsilavec and Michelle Qualls/Adam Block/NOAO/AURA/NSF
Helstu upplýsingar
Tegund: Þyrilþoka
 Gerð: SAB(rs)bc
Stjörnulengd:
12klst 18mín 57,5s
Stjörnubreidd:
+47° 18′ 14"
Fjarlægð:
24 milljón ljósár
Sjónstefnuhraði:
448 ± 3 km/s
Sýndarbirtustig:
+9,1
Stjörnumerki: Veiðihundarnir
Önnur skráarnöfn:
NGC 4258

Franski stjörnufræðingurinn Pierre Méchain uppgötvaði þokuna í júlí 1781. Hún rataði ekki strax í skrá landa hans og vinar Charles Messiers, heldur bætti bandaríski stjörnufræðingurinn Helen Sawyer Hogg henni og M105 og M107 árið 1947.

Messier 106 er í um 24 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er Seyfert vetrarbraut eins og til dæmis Messier 77 sem þýðir að hún gefur frá sér mikla útvarps- og röntgengeislun vegna risasvarthols í miðjunni sem er að gleypa mikið magn efnis.

Messier 106 er líklega huti af gisnum hópi vetrarbrauta sem kenndur er við stjörnumerkið Stórabjörn. Líklega tilheyra Messier 108 og Messier 109 sama hópi.

Á himninum

Það getur verið nokkuð snúið að finna Messier 106 á himninum. Til að byrja með skaltu skoða stjörnukort af Veiðihundunum. Þokan er staðsett nokkurn veginn mitt á milli Cor Caroli í Veiðihundunum og Gamma í Stórabirni. Sýndarbirtustig þokunnar er +9,1 svo hún sést með handsjónauka við góðar aðstæður en leikandi í gegnum alla stjörnusjónauka. Ekki sjást mörg smáatriði í vetrarbrautinni, önnur en björt miðja sem dofnar til jaðranna.

Tengt efni

Heimildir

Hvernig vitna skal í þessa grein

  • Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 106. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/messier-106 (sótt: DAGSETNING).