Messier 108

Þyrilþoka í Stórabirni

  • Messier 108, bjálkaþyrilþoka, Stóribjörn
    Bjálkaþyrilþokan Messier 108 í Stórabirni. Mynd: Yon Ough/Adam Block/NOAO/AURA/NSF
Helstu upplýsingar
Tegund: Þyrilþoka
 Gerð: SB(s)cd
Stjörnulengd:
11klst 11mín 31,0s
Stjörnubreidd:
+55° 40′ 27"
Fjarlægð:
45 milljón ljósár
Sjónstefnuhraði:
699 ± 9 km/s
Sýndarbirtustig:
+10,7
Stjörnumerki: Stóribjörn
Önnur skráarnöfn:
NGC 3556

Franski stjörnufræðingurinn Pierre Méchain uppgötvðai þokuna milli 1781-82. Þýsk-enski stjörnufræðingurinn William Herschel var ekki kunnugt um uppgötvun Méchains og uppgötvaði hana sjálfur þann 17. apríl 1789.

Messier 108 er einangruð vetrarbraut í þyrpingu vetrarbrauta sem kennd er við stjörnumerkið Stórabjörn. Þessi þyrping er hluti af Grenndar-ofurþyrpingunni.

Auðvelt er að finna Messier 108 með hjálp stjörnukorts af Stórabirni.

Tengt efni

Heimildir

Hvernig vitna skal í þessa grein

  • Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 108. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/messier-108 (sótt: DAGSETNING).