Messier 26

Lausþyrping í Skildinum

  • Messier 26, lausþyrping, Skjöldurinn
    Lausþyrpingin Messier 26 í Skildinum. Mynd: Hillary Mathis, Vanessa Harvey, REU program/NOAO/AURA/NSF
Helstu upplýsingar
Tegund: Lausþyrping
Stjörnulengd:
18klst 45,2mín
Stjörnubreidd:
-09° 24"
Fjarlægð:
5.000 ljósár
Sýndarbirtustig:
+8,0
Stjörnumerki: Skjöldurinn
Önnur skráarnöfn:
NGC 6694

Franski stjörnufræðingurinn Charles Messier uppgötvaði þyrpinguna og skrásetti þann 20. júní árið 1764.

Messier 26 er nokkuð þétt lausþyrping. Hún er um 22 ljósár á breidd og í um 5.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Í gegnum 6-8 tommu sjónauka sjást um 25 nokkuð áberandi stjörnur innan um hátt í 70 daufari. Bjartasta stjarnan er af litrófsgerð B8 og sýndarbirtustigið +11,9. Aldur þyrpingarinnar hefur verið áætlaður um 90 milljónir ára.

Á himninum

Messier 26 sést frá Íslandi en kemst aldrei mjög hátt á himininn. Best er að skoða hana að hausti til, í lok ágúst fram í október og jafnvel alveg fram í nóvember, hvort sem er með handsjónauka eða stjörnusjónauka. Í gegnum handsjónauka sést þokumóða en stjörnusjónauki sýnir björtustu stjörnur þyrpingarinnar. Gott er að nota stjörnukort af Skildinum til að finna þyrpinguna.

Tengt efni

Heimildir

  1. Messier 26, SEDS Messier pages

  2. en.wikipedia.org/wiki/Messier_26

Hvernig vitna skal í þessa grein

  • Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 26. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/messier-26 (sótt: DAGSETNING).