Messier 28

Kúluþyrping í Bogmanninum

  • Messier 28, kúluþyrping, Bogmaðurinn
    Kúluþyrpingin Messier 28 í Bogmanninum. Mynd: NASA/ESA/WikiSky
Helstu upplýsingar
Tegund: Kúluþyrping
Stjörnulengd:
18klst 24mín 32,89s
Stjörnubreidd:
-24° 52´ 11,4"
Fjarlægð:
18.000 ljósár
Sýndarbirtustig:
+7,66
Stjörnumerki: Bogmaðurinn
Önnur skráarnöfn:
NGC 6626

Franski stjörnufræðingurinn Charles Messier uppgötvaði þyrpinguna og skrásetti 27. júlí árið 1764.

Messier 28 er í um 18.000 til 19.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er um 60 ljósár að breidd og sýnist því þéttari og minni en nágranninn Messier 22. Í Messier 28 hafa fundist hátt í tuttugu breytistjörnur af tegund RR hörpustjarna en líka breytistjörnur af gerð W Virginis b og RV tarfsstjarna.

Á himninum

Messier 28 er svo sunnarlega á himinhvolfinu að hún sést varla frá Íslandi en skýtur rétt svo upp kollinum á hausthimninum í lok ágúst og snemma á i september. Fara þarf mun sunnar til að sjá þyrpinguna vel og styðjast við stjörnukort af Bogmanninum til að finna hana.

Þyrpingin er rétt rúmlega eina gráðu austan við stjörnuna Lambda í Bogmanninum (Kaus Borealis) sem hefur sýndarbirtustigið +2,8. Nota þarf nokkuð stóran sjónauka (9,25-12 tommur og stærri) til að greina sundur stjörnur í þyrpingunni.

Tengt efni

Heimildir

  1. Messier 28, SEDS Messier pages

  2. en.wikipedia.org/wiki/Messier_28

Hvernig vitna skal í þessa grein

  • Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 28. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/messier-28 (sótt: DAGSETNING).