Messier 97

Ugluþokan í Stórabirni

  • Messier 97, Ugluþokan
    Ugluþokan Messier 97 í Stórabirni. Mynd: Gary White and Verlenne Monroe/Adam Block/NOAO/AURA/NSF
Helstu upplýsingar
Tegund: Hringþoka
Stjörnulengd:
11klst 14,8mín
Stjörnubreidd:
+55° 01′
Fjarlægð:
2.600 ljósár
Sýndarbirtustig:
+9,9
Stjörnumerki: Stóribjörn
Önnur skráarnöfn:
NGC 3587

Franski stjörnfræðingurinn Pierre Méchain uppgötvaði þokuna þann 16. febrúar árið 1781. Hún rataði síðar í skrá landa hans Messiers, þá 97. fyrirbæri skrárinnar. Árið 1844 flokkaði William H. Smyth, aðmíráll, hana sem hringþoku en árið 1866 gerði William Huggins litrófsmælingar á henni sem sýndu að þokan var úr gasi.

Nafnið „Ugluþokan“ má rekja til Rosse lávarðs sem notaði það til að lýsa útliti þokunnar eins og hún kom honum fyrir sjónir árið 1848.

Ugluþokan er ríflega 6.000 ára gömul. Í miðju hennar er stjarna af 18. birtustigi sem er um 0,7 sólmassar en þokan sjálf er um 0,15 sólmassar. Miðjustjarnan er mjög heit og smám saman að þróast yfir í hvítan dverg. Útfjólublátt ljós hennar lýsir upp þokuna.

Í gegnum sjónauka

Ugluþokan sést sem daufur þokublettur í gegnum handsjónauka (t.d. 10x50), skammt vest-suðvestur af stjörnunni Merak í Stórabirni. Ugluformið sést best við góðar aðstæður með stórum stjörnusjónauka, til dæmis 6 eða 8 tommur og stærri. Einnig hjálpar að nota OIII eða LHC síur.

Tengt efni

Heimildir

  1. Messier 97, SEDS Messier pages

  2. en.wikipedia.org/wiki/Owl_Nebula

Hvernig vitna skal í þessa grein

  • Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 97. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/messier-97 (sótt: DAGSETNING).