Logaþokan

Logaþokan

NGC 2024

  • Logaþokan, NGC 2024
    Logaþokan (NGC 2024) í stjörnumerkinu Óríon á mynd sem tekin var með VISTA kortlagningarsjónauka ESO. Mynd: ESO/J. Emerson
Helstu upplýsingar
Tegund: Ljómþoka
Stjörnulengd:
05klst 41mín  54s
Stjörnubreidd:
-01° 54′
Fjarlægð:
1500 ljósár
Sýndarbirtustig:
-
Hornstærð:
30x30 bogamínútur
Radíus:
-
Stjörnumerki: Óríon
Önnur skráarnöfn:
NGC 2024, Sharpless 277

Logaþokan er í um 1.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Logaþokan er hluti af sameindaskýinu í Óríon, stjörnumyndunarsvæði sem inniheldur líka Riddaraþokuna og Sverðþokuna.

Stjarnan Alnítak (ζ Orionis), austasta stjarnan í belti Óríons, gefur frá sér orkuríkt útblátt ljós sem jónar þokuna — tendrar Logaþokuna ef þannig má að orði komast.

Heimildir

  1. VISTA: Nýr kortlagningarsjónauki tekinn í notkun

  2. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_2024

  3. Courtney Seligman - NGC 2024

  4. SIMBAD Astronomical Database - NGC 2024