NGC 1232

  • NGC 1232, þyrilvetrarbraut
    Þyrilvetrarbrautin NGC 1232 í stjörnumerkinu Fljótinu. Mynd: ESO
Helstu upplýsingar
Tegund: Þyrilvetrarbraut
Stjörnulengd:
03klst 09mín 45,5s
Stjörnubreidd:
-20° 34′ 46"
Fjarlægð:
60 milljón ljósár
Sýndarbirtustig:
+10,9
Stjörnumerki: Fljótið
Önnur skráarnöfn:
Arp 41

Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði vetrarbrautina þann 20. október árið 1784.

NGC 1232 hefur tignarlega þyrilarma sem eru útataðir í björtum, bláum stjörnuþyrpingum, dökkum rykskjúm og björtum, rauðleitum röfuðum vetnisskýjum. Við hlið hennar er fylgivetrarbrautin NGC 1232A sem beygir þyrilarma stóra nágranna síns með þyngdarkrafti sínum.

NGC 1232 tilheyrir hópi vetrarbrauta sem kenndur er við stjörnumerkið Fljótið. Fljótsþyrpingin inniheldur 73 stórar vetrarbrautir og er NGC 1232 sú bjartasta. NGC 1300 er önnur glæsileg bjálkaþyrilvetrarbraut í Fljótsþyrpingunni.

Heimildir

  1. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_1232

  2. Courtney Seligman - NGC 1232

  3. SIMBAD Astronomical Database - NGC 1232