NGC 1499

Kaliforníuþokan

  • NGC 1499, ljómþoka, Kaliforníuþokan
    Ljómþokan NGC 1499 (Kaliforníuþokan) í stjörnumerkinu Perseifi. Mynd: Wikimedia Commons
Helstu upplýsingar
Tegund: Þyrilvetrarbraut
Stjörnulengd:
04klst 03mín 18s
Stjörnubreidd:
+35° 25′ 18"
Fjarlægð:
1.000 ljósár
Sýndarbirtustig:
+6,0
Stjörnumerki: Perseifur
Önnur skráarnöfn:
Sharpless 220

Bandaríski stjörnufræðingurinn Edward Emerson Barnard uppgötvaði þokuna þann 3. nóvember árið 1885.

Við bestu aðstæður er hægt að koma auga á þokuna með berum augum, þótt mjög dauf sé. Hún hefur mjög lága yfirborðsbirtu og sést því ekki vel í gegnum stjörnusjónauka en er gott viðfangsefni fyrir stjörnuljósmyndara.

Xi Persei, heit bláhvít meginraðarstjarna af O7-gerð, lýsir líklega upp þokuna. Þessi stjarna tilheyrir hópi ungra stjarna sem urðu líklega til úr sameindaskýinu í Perseifi.

Heimildir

  1. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_1499

  2. Courtney Seligman - NGC 1499

  3. SIMBAD Astronomical Database - NGC 1499