NGC 1788

  • NGC 1788, endurskinsþoka
    Endurskinsþokan NGC 1788 í stjörnumerkinu Óríon. Mynd: ESO
Helstu upplýsingar
Tegund: Endurskinsþoka
Stjörnulengd:
05klst 06mín 54s
Stjörnubreidd:
-03° 21′ 00"
Fjarlægð:
1.300 ljósár
Sýndarbirtustig:
+12
Stjörnumerki: Óríon
Önnur skráarnöfn:

Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði þokuna þann 1. febrúar árið 1786.

NGC 1788 er fremur fíngerð þoka, staðsett í dimmu og lítt könnuðu svæði í stjörnumerkinu Óríon. Þótt hún sé tiltölulega langt frá björtu stjörnum Óríons hafa öflugir vindar þeirra og sterk geislun mótað þkuna og myndað í henni fjölmargar stjörnur.

NGC 1788 er endurskinsþoka. Gasið og rykið í henni dreifir ljósi frá lítilli þyrpingu ungra stjarna þannig að skýið minnir einna helst á risastóra leiðurblöku sem blakar vængjum sínum. Mjög fáar af þeim stjörnum sem í þokunni eru sjást á þessari mynd því flestar eru þær faldar á bakvið rykið sem umlykur þær. Í efri hluta skýsins, rétt fyrir ofan miðja mynd og fyrir ofan dökku rykslæðuna sem gengur þvert í gegnum þokuna, er stjarnan HD 293815 mest áberandi.

Heimildir

  1. Himnesk leðurblaka — Stjörnueyja í mótun í útjaðri Óríons

  2. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_1788

  3. Courtney Seligman - NGC 1788

  4. SIMBAD Astronomical Database - NGC 1788