NGC 185

  • ngc-185
    Dvergvetrarbrautin NGC 185 í stjörnumerkinu Kassíópeiu. Mynd: Wikimedia Commons
Helstu upplýsingar
Tegund: Dvergvetrarbraut
dSph/dE3
Stjörnulengd:
00klst 38mín 58s
Stjörnubreidd:
+48° 20′ 15"
Fjarlægð:
2,1 ljósár
Sýndarbirtustig:
+10,1
Stjörnumerki: Kassíópeia
Önnur skráarnöfn:
PGC 2329, UGC 396

Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði vetrarbrautina þann 30. nóvember árið 1787.

NGC 185 er fylgivetrarbraut Andrómeduþokunnar (M31) og tilheyrir því Grenndarhópnum. Í henni eru ungar stjörnuþyrpingar og svo virðist sem stjörnumyndun hafi verið fremur róleg þar til nýlega. Hún hefur auk þess virkan vetrarbrautakjarna og er flokkuð sem Seyfert vetrarbraut af gerð 2.

NGC 185 og NGC 147 mynda saman par en sú fyrrnefnda sést mun betur í gegnum áhugamannasjónauka.

Heimildir

  1. Courtney Seligman - NGC 185

  2. SIMBAD Astronomical Database - NGC 185