NGC 2207
| Tegund: | Gagnvirkar þyrilvetrarbrautir |
| Stjörnulengd: |
06klst 16mín 22s |
| Stjörnubreidd: |
-21° 22′ 22" |
| Fjarlægð: |
114 milljón ljósár |
| Sýndarbirtustig: |
+11,6 |
| Stjörnumerki: | Stórihundur |
| Önnur skráarnöfn: |
Enski stjörnufræðingurinn John Herschel uppgötvaði báðar vetrarbrautirnar þann 24. janúar árið 1835.
NGC 2207 og IC 2163 eru að renna saman í eina. Ferlið tekur mörg hundruð milljónir ára en sterkt þyngdartogið frá NGC 2207 hefur feykt stjörnum og gasi burt frá IC 2163, um 100.000 ljósár út í geiminn.
Hingað til hafa þrjár sprengistjörnur sést í NGC 2207 (SN 1975A, SN 1999ec og SN 2003H).
