NGC 2419

  • NGC 2419, kúluþyrping
    Kúluþyrpingin NGC 2419 í stjörnumerkinu Gaupunni. Mynd: Adam Block/Mount Lemmon SkyCenter/University of Arizona
Helstu upplýsingar
Tegund: Kúluþyrping
Stjörnulengd:
07klst 38mín 8,5s
Stjörnubreidd:
+38° 52′ 54,9"
Fjarlægð:
300.000 ljósár
Sýndarbirtustig:
+9
Stjörnumerki: Gaupan
Önnur skráarnöfn:
Caldwell 25

Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði þyrpinguna þann 31. desember árið 1788.

NGC 2419 er stundum kölluð „flakkarinn milli vetrarbrauta“ en það viðurnefni hlaut hún þegar menn töldu hana ekki á sporbraut um vetrarbrautina okkar. Hún er hins vegar á braut um vetrarbrautina og lýkur einni hringferð á um þremur milljörðum ára.

Þyrpingin er mjög dauf í samanburði við þekktari kúluþyrpingar eins og Messier 13. Aftur á móti er hægt að koma auga á hana við góðar aðstæður í gegnum meðalstóra stjörnusjónauka.

Heimildir

  1. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_2419

  2. Courtney Seligman - NGC 2419

  3. SIMBAD Astronomical Database - NGC 2419