NGC 2442

NGC 2442 / 2443

  • Kjötkrókur, Kjötkróksvetrarbrautin, Kjötkróksþokan, NGC 2442
    Mynd af Kjötkróksþokunni (NGC 2442) sem tekin var með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum á La Silla í Chile. Þótt færri smáatriði sjáist á henni en á mynd Hubbles af sömu vetrarbraut, sést hún hins vegar í heild sinni sem og svæðið í kringum hana. Í langa þyrilarminum hefur mikil stjörnumyndun orðið eins og sjá má af bleika bjarmanum sem rekja má til ungra stjarna sem jóna gasið sem þær mynduðust úr. Talið er að ósamhverfa lögun vetrarbrautarinnar megi rekja til flóðkrafta frá annarri vetrarbraut sem gerðist of nærgöngul á einhverjum tímapunkti í sögu hennar. Mynd: ESO
Helstu upplýsingar
Tegund: Bjálkaþyrilvetrarbraut
Stjörnulengd:
07klst 36mín 23,8s
Stjörnubreidd:
-69° 31′ 51"
Fjarlægð:
50 milljón ljósár
Sýndarbirtustig:
+11,2
Stjörnumerki: Flugfiskurinn
Önnur skráarnöfn:

Enski stjörnufræðingurinn John Herschel uppgötvaði vetrarbrautina þann 23. desember árið 1834.

Á myndinni hér að ofan sjást vel ósamhverfis þyrilarmar vetrarbrautarinnar. Þessi skakka ásýnd er talin stafa af þyngdarverkun við aðra vetrarbraut á einhverjum tímapunkti í sögu hennar en stjörnufræðingar hafa ekki fundið sökudólginn hingað til.

Suðvesturhluti vetrarbrautarinnar er nefndur NGC 2442 en norðausturhlutinn NGC 2443

Heimildir

  1. Tvær myndir af skakkri vetrarbraut

  2. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_2442

  3. Courtney Seligman - NGC 2442

  4. SIMBAD Astronomical Database - NGC 2442