NGC 265

  • NGC 265, stjörnuþyrping, lausþyrping
    Lausþyrpingin NGC 265 í Litla Magellansskýinu. Mynd: NASA/ESA
Helstu upplýsingar
Tegund: Lausþyrping
Stjörnulengd:
0klst 47mín 11,6s
Stjörnubreidd:
-73° 28′ 38,1"
Fjarlægð:
200.000 ljósár
Sýndarbirtustig:
+12
Stjörnumerki: Túkaninn
Önnur skráarnöfn:
ESO 29-14

Enski stjörnufræðingurinn John Herschel uppgötvaði þyrpinguna þann 11. apríl árið 1834.

NGC 265 er í 200.000 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Túkaninum og um 65 ljósár í þvermál. Hún inniheldur nokkur hundruð eða þúsund skærar ungar stjörnur.

Sýndarbirtustig þyrpingarinnar er +12. Hún sést leikandi í gegnum meðalstóra og stóra áhugamannasjónauka innan um stjörnur Litla Magellansskýsins.

Heimildir

  1. Courtney Seligman - NGC 265

  2. SIMBAD Astronomical Database - NGC 265