NGC 2808

  • NGC 2808, kúluþyrping, stjörnuþyrping
    Kúluþyrpingin NGC 2808 í stjörnumerkinu Kilinum. Mynd: NASA/ESA
Helstu upplýsingar
Tegund: Kúluþyrping
Stjörnulengd:
09klst 12mín 3,1s
Stjörnubreidd:
-64° 51′ 48,6"
Fjarlægð:
31.000 ljósár
Sýndarbirtustig:
+7,8
Stjörnumerki: Kjölurinn
Önnur skráarnöfn:
GCI 13

Skoski stjörnufræðingurinn James Dunlop uppgötvaði þyrpinguna þann 7. maí árið 1826.

NGC 2808 tilheyrir vetrarbrautinni okkar og er raunar með massamestu kúluþyrpingum hennar. Hún inniheldur yfir eina milljón stjarna og er talin um 12,5 milljarða ára gömul.

Rannsóknir benda til að í þyrpingunni séu þrjár kynslóðir stjarna sem allar urðu til innan við 200 milljónum ára eftir að þyrpingin hóf að myndast. Annað hvort urðu þessar kynslóðir til ein á eftir annarri í þyrpingunni sjálfri eða að hún sé leifar dvergvetrarbrautar sem vetrarbrautin okkar gleypti.

Heimildir

  1. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_2808

  2. Courtney Seligman - NGC 2808

  3. SIMBAD Astronomical Database - NGC 2808