NGC 300

  • ngc 300, þyrilvetrarbraut
    Þyrilvetrarbrautin NGC 300
Helstu upplýsingar
Tegund: Þyrilvetrarbraut
Stjörnulengd:
00klst 54mín 53,5s
Stjörnubreidd:
-37° 41′ 04"
Fjarlægð:
6 milljón ljósár
Sýndarbirtustig:
+9
Stjörnumerki: Myndhöggvarinn
Önnur skráarnöfn:
Caldwell 70

Skoski stjörnufræðingurinn James Dunlop leit vetrarbrautina augum fyrstur manna þann 5. ágúst árið 1826 er hann var við rannsóknir í Ástralíu.

NGC 300 er ein nálægasta og mest áberandi þyrilvetrarbrautin á suðurhveli himins, nógu björt til að sjást í gegnum handsjónauka, en hún sést því miður ekki frá Íslandi.

NGC 300 og NGC 55 eru líklega par sem bundnar eru saman af þyngdarkraftinum. Í NGC 300 er fjöldi rafaðra vetnisskýja, svæða þar sem nýjar stjörnur eru að myndast. Hún er um 75 þúsund ljósár í þvermál, örlítið minni en vetrarbrautin okkar, með fremur óljósan kjarna og tiltölulega dreifða þyrilarma svo hún minnir mjög á Þríhyrningsvetrarbrautina (M33).

Árið 2010 tilkynntu stjörnufræðingar að þeir hefðu með hjálp Very Large Telescope (VLT) ESO fundið svarthol í NGC 300. Það er því eitt fjarlægasta svarthol með sambærilegan massa og stjörnur sem fundist hefur. Svartholið er fimmtán sinnum massameira en sólin okkar og í slagtogi við stjörnu sem sjálf verður svarthol innan tíðar (sjá eso1004).

Heimildir

  1. ESO.org - Úrvalsdæmi um nálæga þyrilvetrarbraut

  2. ESO.org - Stjörnufræðingar í svartholaleit setja nýtt fjarlægðarmet

  3. Courtney Seligman - NGC 300

  4. SIMBAD Astronomical Database - NGC 300