NGC 3077

  • NGC 3077, afbrigðileg vetrarbraut
    Afbrigðilega vetrarbrautin NGC 3077 í stjörnumerkinu Stórabirni. Mynd: NASA/ESA
Helstu upplýsingar
Tegund: Afbrigðileg vetrarbraut
Stjörnulengd:
10klst 03mín 19,1s
Stjörnubreidd:
+68° 44′ 02"
Fjarlægð:
12,8 milljón ljósár
Sýndarbirtustig:
+10,6
Stjörnumerki: Stóribjörn
Önnur skráarnöfn:
UGC 5398

Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði vetrarbrautina þann 8. nóvember árið 1801.

NGC 3077 tilheyrir M81 vetrarbrautahópnum. Hún hefur rytjulegar brúnir og dreifð rykský. Líklega er þessi lögun afleiðing af þyngdartogi frá stærri nágrönnum sínum, M81 og M82.

Heimildir

  1. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_3077

  2. Courtney Seligman - NGC 3077

  3. SIMBAD Astronomical Database - NGC 3077