NGC 3242

  • NGC 3242, hringþoka
    Hringþokan NGC 3242 í stjörnumerkinu Vatnaskrímslinu. Mynd: NASA/ESA
Helstu upplýsingar
Tegund: Hringþoka
Stjörnulengd:
10klst 24mín 46,1s
Stjörnubreidd:
-18° 38′ 32,6"
Fjarlægð:
1.400 ljósár
Sýndarbirtustig:
+8,6
Stjörnumerki: Vatnaskrímslið
Önnur skráarnöfn:
Caldwell 59

Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði þokuna þann 7. febrúar árið 1785. Upp úr 1830 skoðaði sonur hans John Herschel þokuna frá Góðrarvonarhöfða í Suður Afríku.

NGC 3242 er oftast kölluð Draugur Júpíters. Hún sést vel í gegnum litla áhugamannasjónauka og virðist þá blá-græn að sjá. Í gegnum stærri sjónauka sést daufari hjúpur sem umlykur bjartari þoku.

Heimildir

  1. Hubble Witnesses the Final Blaze of Glory of Sun-Like Stars

  2. Courtney Seligman - NGC 3242

  3. SIMBAD Astronomical Database - NGC 3242