NGC 3628

  • ngc3628
Helstu upplýsingar
Tegund: Þyrilvetrarbraut
Stjörnulengd:
11klst 20mín 17s
Stjörnubreidd:
+13° 35′ 23"
Fjarlægð:
36 milljón ljósár
Sýndarbirtustig:

Stjörnumerki: Ljónið
Önnur skráarnöfn:
UGC 6350

Frá vetrarbrautinni liggur næstum 300.000 ljósára langur straumur úr ungum bláum stjörnum, svonefndur flóðhali sem sést vel á þessari mynd. Halinn myndast vegna þyngdartogs frá nágrannavetrarbrautunum.

NGC 3628 er daufasta vetrarbrautin í hópnum en sést samt sem áður nokkuð auðveldlega í gegnum litla áhugamannasjónauka. Hún sést leikandi í 6 tommu spegilsjónauka en með 8 tommu sést rykröndin sem liggur þvert í gegnum hana, eins og höfundur þessarar greinar hefur sannreynt. Rykröndin hylur bjarta miðsvæðið í vetrarbrautinni og stærstan hluta af björtu ungu stjörnuþyrpingunum í þyrilörmunum. Rykröndin hefur afmyndast af völdum þyngdartogs frá nágrannavetrarbrautunum.

Í júlí 2011 birti ESO glæsilega mynd af Ljónsþríeykinu sem tekin var með VST kortlagningarsjónaukanum og OmegaCAM myndavélinni.

Heimildir

  1. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_3628

  2. Courtney Seligman - NGC 3628

  3. SIMBAD Astronomical Database - NGC 3628