NGC 4565

Þyrilvetrarbraut í Bereníkuhaddi

  • eso0525a
    Þyrilvetrarbrautin NGC 4565 í Bereníkuhaddi. Mynd: ESO
Helstu upplýsingar
Tegund: Þyrilvetrarbraut
 Gerð: SA(s)b
Stjörnulengd:
12klst 39mín 20,8s
Stjörnubreidd:
+25° 59′ 16"
Fjarlægð:
30 milljón ljósár
Sjónstefnuhraði:
1230 ± 1 km/s
Sýndarbirtustig:
+10,4
Stjörnumerki: Bereníkuhaddur
Önnur skráarnöfn:
Caldwell 38

Ensk-þýski stjörnuáhugamaðurinn William Herschel uppgötvaði vetrarbrautina árið 1785 en hún er eitt frægasta dæmið um þyrilvetrarbraut á rönd. NGC 4565 er glæsileg að sjá í gegnum áhugamannasjónauka.

NGC 4565 er um 100.000 ljósár í þvermál. Hún er nokkuð rykug og býr yfir bjartri, gulleitri miðbungu úr gömlum stjörnum. Að öllum líkindum er um bjálkaþyrilþoku að ræða sem líkist þar með vetrarbrautinni okkar.

Tengt efni

Heimildir

Hvernig vitna skal í þessa grein

  • Sævar Helgi Bragason (2012). NGC 4565. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/ngc-skrain/ngc-4565 (sótt: DAGSETNING).