NGC 457

  • NGC 457, lausþyrping
    Lausþyrpingin NGC 457 í stjörnumerkinu Kassíópeiu. Mynd: Wikimedia Commons
Helstu upplýsingar
Tegund: Lausþyrping
Stjörnulengd:
01klst 19mín 32,6s
Stjörnubreidd:
+58° 17′ 27"
Fjarlægð:
8.000 ljósár
Sýndarbirtustig:
+6,4
Stjörnumerki: Kassíópeia
Önnur skráarnöfn:
Caldwell 13

Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði þyrpinguna 18. október árið 1787.

NGC 457 er talin um 21 milljóna ára gömul. Hún inniheldur um 150 stjörnur af 12.-15. birtustigi.

NGC 457 er stundum kölluð ET þokan vegna líkinda sinna við kvikmyndapersónuna frægu. Hægt er að sjá fyrir sér tvær bjartar stjörnur, Phi-1 Cassiopeiae (5. birtustig) og Phi-2 Cassiopeiae (7. birtustig) sem augun.

Heimildir

  1. Courtney Seligman - NGC 457

  2. SIMBAD Astronomical Database - NGC 457